Netnámskeið Andleg hreinsun og orkulegt sjálfstæði

Meira um netnámskeið

Stakir nettímar

Njóttu þess að iðka heima. Hér finnur þú róandi, heilandi og endurnærandi stund eins og hentar þér best. Yoga nidra, tónheilun og fleiri heilandi stundir.

Sjá tíma

Tunglhylling

Online athöfn til heiðurs nýju og fullu tungli. Þú býrð til þitt eigið heilaga rými heima og svo tengjumst við saman í orkulegu rými í beinu streymi. Þú hefur aðgang að tunglhyllingu í þrjá daga eftir að henni lýkur.

Sjá tunglhyllingu

Netnámskeið

Námskeið um öll þau orkulegu samskipti sem eiga sér stað allan liðlangan daginn og hvernig við getum hlúð að orkunni okkar, sett orkuleg mörk, hreinsað okkur þegar á þarf að halda og haldið okkur í orkulegu jafnvægi.

Sjá námskeið

Umsagnir

  • Takk fyrir þessa dásamlegu tunglhyllingu. Ég er búin að vera svo þreytt og úrvinda í svo langan tíma, alla vega rúmlega mánuð, og hef ekkert getað gert til að laga það. Tunglhyllingin breytti öllu. Strax morgunin eftir vaknaði ég full af orku sem er mér svo mikils virði að ég fæ tár í augun.
    María
  • Er mjög ánægð að hafa verið með í kvöld. Þetta var alveg dásamleg stund og hjálpaði mér að finna ljósið og styrkinn til að halda mér áfram sterkri, hugrakkri og hafa höfuðið rétt skrúfað á í miklum breytingum sem ég er að ganga í gegnum. Takk fyrir að gera það sem þú gerir. Þú hefur einhvern ótrúlegan og fallegan mátt í kringum þig.
    Guðrún
  • Þetta er eitthvað alveg svakalega magnað og kraftmikið sem þú ert að gera. Og ó svo mjúkt. Krakkarnir sofnuðu líka út frá þér. Takk <3
    Glódís