Um Kamillu

Ég heiti Kamilla Ingibergsdóttir og er tónheilari og jógakennari og hef stundað jóga, hugleiðslu og sjálfsvinnu um árabil. 

Ég hef hlotið menntun og þjálfun í: 

Ég hef svo sótt fjölda námskeiða til að dýpka skilning og skynjun mína á tónheilun, orkuvinnu, jóga og hvers konar heilun. Ég hef m.a. sótt Pranayama námskeið hjá Las Pirámides del Ka í Guatemala og hjá Francois Raoult hjá Open Sky Yoga í New York, jógavinnustofu hjá Michael Amy jógakennara og sjúkraþjálfara og lært á gong hjá gongmeisturunum Don Conreaux og Aidan McIntyre. Nýverið hef ég svo verið að læra meira um hljóðupptöku og hljóðblöndun og skipti tíma mínum á milli Berlínar og Íslands.

Í ársbyrjun 2017 hóf ég innflutning á hreinu “ceremonial” kakó frá Guatemala og hef í gegnum árin haldið reglulega viðburði þar sem aðaláherslan er á djúpa slökun, tónheilun, orkuvinnu, öndunaræfingar og leiðir til að auka innra jafnvægi og frið en ég tek eftir auknum áhuga og þörf fyrir þannig stundir.  Ég hef boðið upp á sérsniðna tíma fyrir einkahópa og vinnustaði og leitt jóga-, hugleiðslu- og kakóferðir til Gvatemala. Ég nota söngskálar, gong og ýmsa aðra hljóðgjafa í mínu starfi en tónlist hefur alltaf verið mitt besta meðal. Undanfarið hef ég svo sett aukna áherslu á vinnu í stafrænu rými því að orka þekkir hvorki tíma né rúm. 

Áður en ég fór á fulla ferð inn í andlega heiminn hafði ég tekið mér ýmislegt fyrir hendur, meðal annars útskrifast frá Kaospilot í skapandi verkefnastjórnun og frumkvöðlafræðum, hlotið BA próf í mannfræði og fjölmiðlafræði og diplóma í hagnýtri fjölmiðlun. Ég vann í áratug í tónlistarbransanum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, verkefnastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Ég var einnig framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands og verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsi. Öll þessi reynsla hefur reynst mér ómetanleg í mínu starfi sem tónheilari, jógakennari, skipuleggjandi viðburða og sem sjálfskipaður sendiherra kakóbaunarinnar.