Stakir nettímar

Þú nýtur þess að iðka heima hjá þér eða á dvalarstað þínum. Tímarnir eru allir opnir á YouTube síðu Ananda og endurgjaldslausir en þú getur þakkað fyrir þig og stutt mig með því að bjóða mér upp á te eða kakó á síðunni buymeacoffee.com/anandaiceland.

Fylgdu síðunni á YouTube og þú færð meldingu þegar nýtt efni kemur inn. Þú finnur einnig fleiri tíma þar.

Þetta eru allt liggjandi leiddar hugleiðslur og djúpslökun og þú þarft ekkert að gera nema að liggja, hlusta og njóta hvíldar. Best er að vera á stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun og búa vel um þig með teppi og púða. Líkamshitinn lækkar töluvert í svona djúpri slökun og því gott að vera hlýtt. 100% hreinn kakóbolli frá Gvatemala á undan setur svo punktinn yfir i-ið en djúpslökun og hreint kakó draga úr kortisólmyndun í líkamanum en það er streituhormón líkamans. Ef þú hefur áhuga á að kaupa kakó getur þú gert það hér