Stakir nettímar

Þú nýtur þess að iðka heima hjá þér eða á dvalarstað þínum, hefur aðgang að tímanum í 24 tíma og getur spilað hann eins oft og þú vilt á þeim tíma. 24 tíma aðgangur kostar 1.000 krónur og þegar þú hefur greitt fyrir tímann birtist hann þér á þínum síðum. 

Yoga nidra er liggjandi leidd hugleiðsla og djúpslökun og þú þarft ekkert að gera nema að liggja, hlusta og njóta hvíldar. Best er að vera á stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun og búa vel um þig með teppi og púða. Líkamshitinn lækkar töluvert í svona djúpri slökun og því gott að vera hlýtt. 100% hreinn kakóbolli frá Gvatemala á undan setur svo punktinn yfir i-ið en djúpslökun og hreint kakó draga úr kortisólmyndun í líkamanum en það er streituhormón líkamans. Ef þú hefur áhuga á að kaupa kakó getur þú gert það hér