Tunglhylling

Ég býð ekki upp á tunglhyllingu um þessar mundir.

Tunglhylling til heiðurs nýju og fullu tungli. Þú býrð til þitt eigið heilaga rými heima með kertaljósi, kristöllum, reykelsi, kakói, hverju sem þú vilt og við tengjumst svo saman í stafrænu rými. Öndunaræfingar, ásetningur, tónheilun og djúp slökun, allt í tengingu við tunglið. Athöfnin kostar 3.333 krónur.

Þú nýtur þess að iðka heima hjá þér eða á dvalarstað þínum en þetta er 90 mínútna athöfn í lifandi streymi á netinu. Þú finnur streymishlekkinn í greiðslukvittun og getur svo endurspilað athöfnina eins oft og þú vilt í þrjá daga eftir að henni lýkur. Til að njóta heilandi tónanna er best að nota heyrnatól eða tengja síma/tölvu við hátalara. Best er að vera á stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun og búa vel um þig með teppi og púða. Líkamshitinn lækkar töluvert í djúpri slökun og tónheilun og því gott að vera hlýtt. 100% hreinn kakóbolli á undan setur svo punktinn yfir i-ið en hverskyns djúpslökun og hreint kakó draga úr kortisólmyndun í líkamanum en það er streituhormón líkamans. Ef þú hefur áhuga á að kaupa kakó getur þú gert það hér.