Andleg hreinsun og orkulegt sjálfstæði

Ég er mjög næm og opin manneskja og eftir því sem ég eldist, vinn með fleirum og skynja meira sé ég hversu næm og opin við erum öll. Ég velti því oft fyrir mér af hverju það þyki ekki eðlilegt að kenna börnum sem og fullorðnum meira um andlegu hliðina, um öll þau orkulegu samskipti sem eiga sér stað allan liðlangan daginn og hvernig við getum hlúð að orkunni okkar, sett orkuleg mörk, hreinsað okkur og rýmin okkar þegar á þarf að halda og haldið okkur í orkulegu jafnvægi.

Síðastliðin sjö ár hef ég unnið mjög mikla vinnu til að tengjast sjálfri mér betur, vinna með næmnina mína og skilja hana betur. Þetta námskeið er tilraun mín til að miðla áfram öllu því sem ég hef lært, uppgötvað og skynjað. Því við eigum það öll skilið að vera tengd okkur sjálfum.

Netnámskeið

Innifelur:

  • 2,5 klst. kennslumyndband
  • 44 blaðsíðna e-bók

Þú hefur alltaf aðgang að námskeiðinu á þínum síðum á ananda.is og getur farið í gegnum námskeiðið á þínum hraða og heimsótt það aftur og aftur.